VoyForums
[ Show ]
Support VoyForums
[ Shrink ]
VoyForums Announcement: Programming and providing support for this service has been a labor of love since 1997. We are one of the few services online who values our users' privacy, and have never sold your information. We have even fought hard to defend your privacy in legal cases; however, we've done it with almost no financial support -- paying out of pocket to continue providing the service. Due to the issues imposed on us by advertisers, we also stopped hosting most ads on the forums many years ago. We hope you appreciate our efforts.

Show your support by donating any amount. (Note: We are still technically a for-profit company, so your contribution is not tax-deductible.) PayPal Acct: Feedback:

Donate to VoyForums (PayPal):

Login ] [ Contact Forum Admin ] [ Main index ] [ Post a new message ] [ Search | Check update time ]
Subject: Re: mismunandi örgjörvar


Author:
Hjálmtýr
[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]
Date Posted: 23/09/06 23:12
In reply to: ho 's message, "mismunandi örgjörvar" on 23/09/06 13:53

>Ég las einhverstaðar að ef maður skrifar forrit í
>smalamáli þá getur maður bara keyrt forritið á
>örgjörvanum sem smalamálið er fyrir en ef maður þýðir
>c forrit yfir á vélarmál þá getur maður keyrt það á
>hvaða örgjörva sem er.
>- Hvernig eru c forrit þýdd yfir á vélarmál þannig að
>þau virki fyrir hvaða örgjörva sem er? Er búinn til
>vélarmálskóði fyrir marga mismunandi örgjörva í sömu
>keyrsluskránni?

Smalamál og vélarmál er nánast það sama. Það má segja að smalamál sé texta-útgáfa af vélarmáli. Þau eru því bæði
jafnháð örgjörvanum. Það fer þó eftir því hvaða vélarmál örgjörvinn hefur. Til dæmis eru allir AMD og Intel
örgjörvar með nánast sama vélarmál, en PowerPC, SPARC, og aðrir hafa sín eigin vélarmál.

Ef þú vilt keyra C-forritið þitt á mörgum örgjörvategundum þá þarftu að þýða það sjálfstætt fyrir þær allar. Það
verða því til jafnmargar keyrsluskrár (þ.e. .exe-skrá) eins og örgjörvarnir eru margir. Þetta er eitt af því sem
gerir það að verkum að menn eru tregir til að skipta algerlega um örgjörva, því þá þarf að vera til þýðandi
fyrir hann og það þarf að þýða öll forritin uppá nýtt.

Java leysir málið á þann hátt að forrit eru þýdd yfir í millikóða, sem síðan er túlkaður á hverri tölvu fyrir sig.
Sun sér til þess að "Java Runtime Environment" (þ.e. túlkurinn) sé til fyrir flesta algengustu örgjörvana og
stýrikerfin. Ef þið farið á "http://java.com/en/download/manual.jsp" þá sjáið þið allar gerðirnar.

[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]


Post a message:
This forum requires an account to post.
[ Create Account ]
[ Login ]
[ Contact Forum Admin ]


Forum timezone: GMT+0
VF Version: 3.00b, ConfDB:
Before posting please read our privacy policy.
VoyForums(tm) is a Free Service from Voyager Info-Systems.
Copyright © 1998-2019 Voyager Info-Systems. All Rights Reserved.