1. Tara deyr. Hún er skotin af Warren í þætti nr. 20 - "Villains." Buffy er líka skotin og er mjög hætt komin en Willow tekst að bjarga henni með því að fjarlægja kúluna með göldrum.
2. Anya tekur upp fyrri störf - þ.e. sem hefndardímon. Hún reynir að leggja eitthvað á Xander (veit ekki hvað) en það tekst ekki sem skyldi.
3. Nörda gengið setja upp vídeóupptökuvélar út um allt og taka upp ferðir Buffy og co.
4. Spike og Anya gera dodo. Mig minnir að það byrji sem saklaust fyllerí sem síðan fer of langt. Allt er tekið upp og Buffy og Xander - sem finna myndavélarnar - sjá upptökuna.
5. Willow fer yfirum þegar Tara deyr og gerir allt til þess að hefna sín á Warren. Anya hjálpar henni - enda er það hennar starfi núna. Endar með því að hún drepur hann. Veit ekki hvernig.
6. Spike nauðgar Buffy. Þetta er afskaplega óljós spoiler sérstaklega þar sem margir vilja ekki trúa því að Spike gæti gert eitthvað jafn hræðilegt. Eitthvað gerist samt sem áður. Ég veit ekki hvernig Buffy sjálf túlkar það en það er vitað að Dawn vill ekki trúa því á meðan Xander er ekki í vafa.
7. Spike fer til Afríku til að reyna að losna við kubbinn.
8. Jonathan og Andrew eru víst handteknir en eru samt sem áður til staðar í lokaþáttunum en sennilega ekki ennþá fylgjandi Warren.
9. Willow leitar til Rack - galdradílersins - eftir hjálp til að ná Warren.
10. Lokaþátturinn í þessari seríu heitir "Grave" - spurning hvernig má túlka það.
Það er örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Endilega bætið því við ef þið vitið um eitthvað. Þetta eru allt spoilerar af The Buffy Cross & Stake
Spike og Anya gera dodo þegar að Anya fyllir Spike í þeirri von að hann bölvi Xander, en það er eina leiðin til þess að hún geti hefnt sín á honum, og þar sem að þau eru bæði í mikilli ástarsorg, leita þau huggunar hjá hvort öðru.
Spike nauðgar ekki Buffy, hann reynir að komast yfir hana á sama hátt og venjulega, það gekk alltaf að ganga hart að henni og hún lét undan, en það gengur ekki núna(sérstaklega eftir að Buffy sér Önyu og Spike saman)En málið er að hann reynir þetta þegar að hún er nýkomin úr bardaga þar sem að hún meiðir sig og því meiðir hann hana meir en hann ætlaði sér og hann sýnir víst mikla iðrun vegna þess.
[> [>
Re: Ekkert nema spoilers -- Lóa, 12:11:06 04/08/02 Mon(adsl166-187.as.mmedia.is/217.151.166.187)
Ég er ansi hrædd um að við verðum að bíða eftir að fá að sjá þetta með eigin augum áður en við dæmum. Smáatriðin koma til með að skipta svo rosalega miklu máli í þessum atriðum; hvernig þau eru tekin, hvernig þau eru leikin, klippt o.s.frv. - að maður tali nú ekki um samtöl í handriti. Eitt orð getur breytt öllu.