VoyForums
[ Show ]
Support VoyForums
[ Shrink ]
VoyForums Announcement: Programming and providing support for this service has been a labor of love since 1997. We are one of the few services online who values our users' privacy, and have never sold your information. We have even fought hard to defend your privacy in legal cases; however, we've done it with almost no financial support -- paying out of pocket to continue providing the service. Due to the issues imposed on us by advertisers, we also stopped hosting most ads on the forums many years ago. We hope you appreciate our efforts.

Show your support by donating any amount. (Note: We are still technically a for-profit company, so your contribution is not tax-deductible.) PayPal Acct: Feedback:

Donate to VoyForums (PayPal):

Login ] [ Main index ] [ Post a new message ] [ Search | Check update time | Archives: [1]234 ]


[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]

Date Posted: 13:03:11 05/13/03 Tue
Author: Sigrúnar
Author Host/IP: gw.fs.is / 213.176.140.33
Subject: Sælt veri fólkið!

Ég vil óska skapara íslenska blóðsugubanavefsetursins til
hamingju með frábært sköpunarverk!

Ég er nýliði í BtVS og AtS veröldinni, og hef fátt gert
annað í frístundum síðustu tvo mánuðina en að horfa á
fyrstu 5 árgangana af Buffy og fyrstu 3 af Angel (fæ Buffy 6 í næstu viku). Ég er í sjöunda himni og dolfallinn yfir því að þetta skuli hafa farið fram hjá mér til þessa! Best
geymda leyndarmál sjónvarpssögunnar. Punktur.

Ég sagði í síðustu viku að Joss Whedon væri séní, en ég dreg það allt til baka hér og nú. Í gærkvöldi sá ég THE BODY í fyrsta, annað og þriðja skipti, og féll í stafi.
Joss Whedon er ekki séní, hann er guð.

Skjáumst,
Sigrúnar

[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]


Replies:

[> Re: Sælt veri fólkið! -- Lóa, 14:30:07 05/13/03 Tue (adsl166-187.as.mmedia.is/217.151.166.187)

Vertu velkominn.
Ég þakka fögur orð í minn garð og roðna og blána á víxl :)

Er sammála því að þættirnir eru best geymda leyndarmál sjónvarpssögunnar - einfaldlega vegna þess að flestir ganga út frá því að um unglingaþætti sé að ræða - en svo þegar til kemur skilja unglingar ekki hvað er í raun verið að segja í þáttunum. Á meðan veigra þeir sem eldri eru sér við að horfa á eitthvað sem hefur í raun svipaðan stimpil og Dawson's Creek - ef ekki verri. Ég þekki a.m.k. ansi marga sem hefðu sennilega aldrei séð þættina ef ég hefði ekki hjálpað til.

[ Post a Reply to This Message ]
[ Edit | View ]


[> [> Re: Sælt veri fólkið! -- Sigrúnar, 17:43:07 05/13/03 Tue (gw.fs.is/213.176.140.33)

Sæl Lóa,

Fyllilega sammála. Svo ég vísi aftur til þáttarins, sem ég
er svo uppveðraður af að sinni, THE BODY, þá eru þeir varla
margir undir tvítugu, sem geta gert sér grein fyrir því hve
ótrúlega sterk tjáning er hér á ferðinni. Það er beinlínis
nauðsynlegt að hafa gengið í gegnum svipaða reynslu til að
skilja hvað þetta er magnað listaverk. Það eru liðin þrjátíu
ár síðan ég missti móður mína og þurfti að leiða þrettán
ára gamla systur mína í gegnum kistulagningu og jarðarför,
en ég lýg því ekki: öll reynslan og upplifunin kom aftur
ljóslifandi eins og atburðirnir hefðu gerst í gær. Þetta
var svo magnað að ég er enn hálf-stjarfur daginn eftir.

Ótrúlegt hvað Joss Whedon er lítillátur í umtalinu sem er
á DVD-disknum, talar um sjálfan sig sem "hack"(!). Það er
víðsfjarri sanni - maðurinn er þungavigtarlistamaður. Það
eru ekki margir sem hefðu getað leikið þetta eftir, og það
ÁN TÓNLISTAR! Þetta er allt svo látlaust og áreynslulaust,
fullt af mögnuðustu þögnum kvikmyndasögunnar, og þegar sorgin í blóðsugulíki reis á fætur og kom allsnakin aftan að Dawn í lokin, hríslaðist snilldin fram og aftur eftir metafórutauginni minni. Það gerist ekki betra (og vægðarlausara) þetta gráa gaman.

Gæsahúðarkveðjur,
Sigrúnar

P.S. - Ég er þegar byrjaður að breiða fagnaðarerindið út af
fullum krafti. Búinn að smita marga af áhuga, og ein ónefnd
skáldkona í bænum er orðinn ólæknandi fíkill .....

S.

[ Post a Reply to This Message ]
[ Edit | View ]


[> Re: Sælt veri fólkið! -- Eyrún, 19:12:00 05/13/03 Tue (ppp164-93.as.mmedia.is/217.151.164.93)

Alltaf gaman þegar einhver sér ljósið.. ;)

Við hér og á öðrum völdum stöðum höfum vitað sannleikann í mislangan tíma, þá óumflýanlegu staðreynd sem þú kastaðir fram hérna að ofan; að Joss Whedon ER guð. :D

Á ekki að bjóða manninum í glas? :D

[ Post a Reply to This Message ]
[ Edit | View ]





Post a message:
This forum requires an account to post.
[ Create Account ]
[ Login ]

Forum timezone: GMT-1
VF Version: 3.00b, ConfDB:
Before posting please read our privacy policy.
VoyForums(tm) is a Free Service from Voyager Info-Systems.
Copyright © 1998-2019 Voyager Info-Systems. All Rights Reserved.