VoyForums
[ Show ]
Support VoyForums
[ Shrink ]
VoyForums Announcement: Programming and providing support for this service has been a labor of love since 1997. We are one of the few services online who values our users' privacy, and have never sold your information. We have even fought hard to defend your privacy in legal cases; however, we've done it with almost no financial support -- paying out of pocket to continue providing the service. Due to the issues imposed on us by advertisers, we also stopped hosting most ads on the forums many years ago. We hope you appreciate our efforts.

Show your support by donating any amount. (Note: We are still technically a for-profit company, so your contribution is not tax-deductible.) PayPal Acct: Feedback:

Donate to VoyForums (PayPal):

Login ] [ Contact Forum Admin ] [ Main index ] [ Post a new message ] [ Search | Check update time ]
Subject: Re: Kæri Hjálmtýr


Author:
Ellert
[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]
Date Posted: 12:04:37 05/13/03 Tue
In reply to: Hjálmtýr 's message, "Re: Kæri Hjálmtýr" on 02:09:32 05/12/03 Mon

ADSL er í raun og veru milliskref milli innhringitenginga og háhraða-sítenginga. Kerfið byggir á koparlínunni sem nú þegar er búið að leggja í húsið heima hjá þér (símalínurnar) en á annarri tíðni heldur en símkerfið sjálft. Með þessu móti er hægt að flytja bæði gögn og símtöl samtímis um línuna.

Kostir ADSL eru fjölmargir. Fyrir það fyrsta er um að ræða sítengingu, þ.e. þú getur haft kveikt á netinu allan sólarhringinn allan ársins hring án þess að teppa símann. Það er með öðrum orðum ekki á tali hjá þér.
ADSL er líka hraðvirkara heldur en venjulegar innhringitengingar. Venjuleg innhringitenging er yfirleitt 56 kb/s á meðan adsl tengingarnar eru flestar 256 kb/s, en sumir eru þó með 512 kb/s eða jafnvel 1524 kb/s.

Með ADSL þá er ekki greitt fyrir tengitíma eins og gert væri ef um innhringitengingu væri að ræða. Þess í stað er greitt fyrir þau gögn sem þú sækir á netið, sama hvort það er í formi vefsíðna, spjalls á MSN eða IRC, tónlist, kvikmyndir, útvarpsstraumur á netinu o.þ.h. Reynar held ég, án þess að vita það með vissu, að reiknistofnun HÍ hyggist ekki innheimta gjald fyrir gögnin sem maður sækir, svo lengi sem það er innan skynsamlegra marka.

Til að tengjast með ADSL þarf nokkra hluti:
* Í fyrsta lagi þarf að breyta símalínunni inn í húsið hjá þér yfir í ADSL línu. Þessi breyting á sér stað af viðkomandi símafyrirtæki, Símanum eða Íslandssíma, og þarf að greiða eitthvað breytingargjald fyrir það. Hver nákvæm upphæð er man ég ekki.
* Í öðru lagi þarf að fjárfesta í sérstöku ADSL módhaldi. Þetta er í flestum tilfellum sett inn í tölvuna, en þó er hægt að fá ADSL módhöld sem tengjast á USB. Einnig er sniðugt að fjárfesta í router ef nota á tenginguna á innra neti.
* Í þriðja og síðasta lagi þarf að sækja um ADSL þjónustu hjá einhverjum þjónustuaðila, t.d. Reiknistofnun HÍ. Það er gert inni í vefkerfinu og er mjög einfalt í vinnslu.

Þegar þessu öllu er lokið er í raun ekkert eftir nema að setja í samband og byrja að skoða vefinn. :)

Ef einhverjar frekari spurningar vakna þá endilega póstið þeim - ég skal reyna að svara...

[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]


Post a message:
This forum requires an account to post.
[ Create Account ]
[ Login ]
[ Contact Forum Admin ]


Forum timezone: GMT+0
VF Version: 3.00b, ConfDB:
Before posting please read our privacy policy.
VoyForums(tm) is a Free Service from Voyager Info-Systems.
Copyright © 1998-2019 Voyager Info-Systems. All Rights Reserved.