Subject: Re: Reiknirit og gagnagrindur |
Author:
Hjálmtýr
|
[
Next Thread |
Previous Thread |
Next Message |
Previous Message
]
Date Posted: 14:34:59 04/27/04 Tue
In reply to:
Jóhann
's message, "Reiknirit og gagnagrindur" on 12:44:38 04/27/04 Tue
>Ég var að spá í því að spyrja þig að þessu í tímanum
>en held að þessi spurning eigi betur heima hér:
>
>Geturðu hent upp töflu með tveim dálkum þar sem annar
>dálkurinn er listi af þeim gagnagrindum sem við höfum
>farið í og hinn þau reiknirit? (Sá dálkur þyrfti að
>skiptast fyrir miðju til að aðgreina viðbótar
>reiknirit úr tölvf. 2)
>
>Ég er að henda áfanganum upp í mindmanager og er með
>núna sem reiknirit: strengi, tengda lista (tvítengda,
>hringtengda), vektor (hrúgur), strengi, tré (bst,
>n-ary), tákntöflur (hökkun)
>
>Ég er líka að pæla hvort að hökkun eigi frekar heima
>sem reiknirit? Þar sem þetta virkar á mig sem aðferð á
>tákntöflur í sjálfu sér.
>
>Reiknirit -> ferðast í tengdum listum, ferðast í tré,
>innsetning í lista, innsetning í vigur, leit í lista,
>leit í vigur, hrúguinnsetning...
>
>Listinn hjá mér er alls ekki tæmandi og það væri ágætt
>svona sem upprifjun ef þú gætir komið með skýrari
>lista (eða bent á einn slíkan)
>
>kv, Jóhann
Já, það er að vísu ekki svo auðvelt að setja upp töflu hér í þessu umhverfi, en ég get látið þig frá lista yfir
reikniritin og gagnagrindurnar. Athugaðu samt að það geta verið til ýmsar útgáfur af nokkrum þessara reiknirita og
gagnagrinda (t.d. er Quicksort til í nokkrum útfærslum).
Svo sé ég að í listanum þínum er eitthvað sem ég tel varla sem reiknirit, eins og að ferðast í tengdum listum.
Reiknirit er skilgreint sem aðferð til að leysa tiltekið verkefni, eins og t.d. röðun, finna hæð trés, o.s.frv.
Gagnagrindur eru aðferðir til að geyma gögn ásamt leiðum til þess vinna með þau. Þannig væri til dæmis innsetning
í hrúgu ekki talið vera reiknirit, heldur bara hluti af gagnagrindinni hrúga.
Ef við notum mína skilgreiningu á reikniritum og gagnagrindum þá eru ekki svo mörg reiknrit, en heldur
fleiri gagnagrindur í námskeiðinu.
Reiknirit:
Endurkvæm reiknirit á tré (t.d. inorder, preorder, postorder, telja fjölda hnúta, reikna hæð, o.s.frv.),
Minimax aðferðin við að reiknagildi leikjatrés, Alpha-beta útgáfan.
Síðan fyrir Tölvunarfræði 2 (ekki 2a): Ýmis röðunarreiknirit (Valröðun, Innsetningarröðun,
Shell-röðun, Quicksort), val á k-ta minnsta stakinu (e. selection).
Gagnagrindur:
Tengdir listar (eintengdir, tvítengdir, hringtengdir, með/án haushnúta), strengir (sem vektorar af char), staflar og biðraðir (bæði sem vektorar og tengdir listar), tré (almenn tré, fullkomin tré, m-undartré, tvíundartré), forgangsbiðraðir (e. priority queue), hrúgur, leikjatré, táknatöflur, tvíleitartré.
Ég held að þessir listar dekki það helsta sem við fórum yfir í námskeiðinu. Þetta hefur þó mismikið vægi og er
misflókið.
[
Next Thread |
Previous Thread |
Next Message |
Previous Message
]
| |