| Subject: Re: infix -> prefix |
Author:
Hjálmtýr
|
[
Next Thread |
Previous Thread |
Next Message |
Previous Message
]
Date Posted: 20:23:18 05/02/04 Sun
In reply to:
's message, "Re: infix -> prefix" on 19:54:00 05/02/04 Sun
>Bara að minna á þessa spurningu.
>
>Bæti kannski við:
>Hvernig býr maður til tré úr infix segð?
Til að breyta úr prefix yfir í infix mætti nota sér forritið á bls. 206 (eins og kom fram áður) og í stað þess
að hafa t.d. "return eval() + eval();" þá myndi maður kalla á eval(), prenta síðan út "+" og svo kalla aftur á eval().
Þegar tala er fundin þá er hún prentuð út (í stað þess að skila henni með "return x;").
Yfirleitt er ekki hægt að búa til einkvæmt tré úr inorder röð hnúta þess. Það geta verið mörg mismunandi tré með
sömu inorder röð. Hins vegar þegar um er að ræða segðatré (expression trees) þá er komið skilyrði á tré, sem segir að
innri hnútar eru virkjar (+, -, *, /, ...) og laufin eru tölur eða breytur. Þá væri hægt að nota svipaða aðferð og
notuð er í forritinu á bls. 152 til að búa til segðatré í stað þess að búa til postfix segð.
[
Next Thread |
Previous Thread |
Next Message |
Previous Message
]
| |