VoyForums
[ Show ]
Support VoyForums
[ Shrink ]
VoyForums Announcement: Programming and providing support for this service has been a labor of love since 1997. We are one of the few services online who values our users' privacy, and have never sold your information. We have even fought hard to defend your privacy in legal cases; however, we've done it with almost no financial support -- paying out of pocket to continue providing the service. Due to the issues imposed on us by advertisers, we also stopped hosting most ads on the forums many years ago. We hope you appreciate our efforts.

Show your support by donating any amount. (Note: We are still technically a for-profit company, so your contribution is not tax-deductible.) PayPal Acct: Feedback:

Donate to VoyForums (PayPal):

Login ] [ Contact Forum Admin ] [ Main index ] [ Post a new message ] [ Search | Check update time | Archives: 1 ]
Subject: Re: Hvernig gekk?


Author:
Hjálmtýr
[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]
Date Posted: 23:02:18 05/10/04 Mon
In reply to: c++ 's message, "Re: Hvernig gekk?" on 20:26:52 05/10/04 Mon

>Ég er nú alveg sáttur með útkomuna mína en mér fannst
>prófið frekar strembið. Líka er til ama í þessum kúrsi
>að öll hjálpargögn séu leyfð. Ég legg til að leggja af
>hjálpargögnin og hafa þá spurningar í samræmi við það.
>Ég held að í heildina myndi það gefa betri mynd af
>kunnáttu. Margir eldri nemendur hafa kvartað yfir
>lélegri einkunn miðað við raunverulega getu. Ég held
>líka að sum dæmanna í gegnum árin mætti orða á betri
>veg svo að inntak spurningarinnar liggi beinna við og
>nemendur séu ekki að velta sér upp úr einhverju sem
>kannski skiptir svo engu máli. Annars er kúrsinn í
>heild fínn, fyrirlestarar líflegir og góðir þó að
>staðsettning þriðjudagsfyrirlestrar nú í ár hefi verið
>hrein hörmung. Mér finnst þó að finna mætti nýja
>kennslubók í reikniritum og fleiru. Kápa bókarinnar
>boðar yndislestur sem síðan verður að martröð þegar
>gluggað er í sjálft efnið. Höfundur þessarar bókar
>mætti einnig taka það til greina að ef að kennari
>ákveður að sleppa Union find verkefninu að þá sé
>eitthvað annað dænmi sem nefna mætti um hluti... ekki
>alltaf :"Union find er gott dæmi..."
>
>"Haltu góðu verki á lofti" Hjálmtýr!

Takk fyrir það.

Já, það má eflaust deila um það hvort það sér sanngjarnara/raunhæfara að leyfa ekki hjálpargögn í prófi.
Ég býst við að nemendur séu bara orðnir svo vanir þessum utanbókarlærdæmi rétt fyrir próf að þeir stressist dálítið
upp þegar ekki er verið að spyrja um skilgreiningar á prófinu. Það er miklu auðveldara fyrir kennara að búa til
svoleiðis próf, en mér finnst það bara ekki gefa rétta mynd af SKILNINGI nemandans hvort hann geti "ælt út úr sér"
skilgreiningum sem hann lagði á minnið kvöldið áður. Þetta er auðvitað mjög einfölduð mynd og á ekki við alla.

Það verður þó að hafa í huga að í háskóla er miklu meiri áhersla á "hvað þú skilur" en "hvað þú manst". Þetta er
ein af mörgum breytingum frá menntaskólanámi. Ég reyni auðvitað að búa til prófið þannig að það dragi fram hversu
vel nemandinn hefur í raun skilið hugtökin sem við höfum farið í, en þetta er náttúrulega eins konar slembiúrtak af
kunnáttunni, því ekki er hægt að prófa úr öllum hugtökum og á alla mögulega vegu. Mér finnst þetta vera skárri aðferð
en "utanbókarprófin".

Í sambandi við kennslubókina þá voru fleiri svipaðar athugasemdir við hana í kennslukönnuninni (sem ég hef nú
fengið þar sem ég hef skilað inn einkunn í námskeiðinu). Ég var eiginlega búinn að ákveða að skipta um kennslubók
fyrir næsta vetur og þessar athugasemdir styðja þá ákvörðun. Á fyrri árum hafði hún fengið misjafna dóma, þ.e.
sumir voru ánægðir, en aðrir óánægðir með hana, en nú virðast allir sem tjá sig vera óánægðir.

En takk fyrir athugasemdirnar, bæði hér og í kennslukönnuninni. Það er mjög gott fyrir mig að fá þær,
hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Það hjálpar mér við að bæta námskeiðið fyrir næsta vetur.

[ Next Thread | Previous Thread | Next Message | Previous Message ]

Replies:
Subject Author Date
Re: Hvernig gekk?Jóhann01:23:46 05/11/04 Tue
Bókin góðaKristleifur03:45:04 05/11/04 Tue
  • Bónussvar -- Kristleifur, 03:50:43 05/11/04 Tue


Post a message:
This forum requires an account to post.
[ Create Account ]
[ Login ]
[ Contact Forum Admin ]


Forum timezone: GMT+0
VF Version: 3.00b, ConfDB:
Before posting please read our privacy policy.
VoyForums(tm) is a Free Service from Voyager Info-Systems.
Copyright © 1998-2019 Voyager Info-Systems. All Rights Reserved.